Femínísk fjármál er félag áhugafólks og sérfræðinga um kynjuð fjármál með þann tilgang að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.

 
 
radical.png
 

Félagið var stofnað árið 2018 af nokkrum konum með reynslu af heimi femínískra fjármála og gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 2019. Félagið hefur einbeitt sér að því að veita stjórnvöldum aðhald þegar kemur að framkvæmd kynjaðrar fjárlagagerðar. Hefur því helsta vinna félagsins falist í því að skrifa umsagnir við fjármálaáætlanir, frumvörp til fjárlaga og einstök lagafrumvörp.

Einnig hefur félagið átt í samstarfi við önnur femínísk samtök bæði hérlendis og erlendis og sérfræðinga sem vinna að svipuðum markmiðum. Þar má nefna þátttöku félagsins á Kynþingi og Kvennafríi.
Félagið heldur reglulega stjórnarfundi sem eru opnir öllum meðlimum.

Stjórn sem kosin var á aðalfundi félagsins þann 27. nóvember 2023:

Aðalstjórn:
Auður Inga Rúnarsdóttir, Finnborg Salome Steinþórsdóttir, Sara Stef Hildardóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Steinunn Bragadóttir.

Varastjórn:
Sigríður Finnbogadóttir, Freyja Barkardóttir, Guðrún Svavarsdóttir og Steinunn Júlía Rögnvaldsdóttir.

 
 

Lög félagsins

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 2. apríl 2019, með breytingum á aðalfundi 27. nóvember 2023.

 
 
 

Samþykktir Femínískra fjármála

1.- gr.

Félagið heitir Femínísk fjármál – félag um kynjuð fjármál. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 
 

2.- gr.

Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt er á aðalfundi.

 
 

3.- gr.

Félagið er frjáls félagasamtök einstaklinga og er opið öllum sem vilja vinna að markmiðum þess.
Stjórn hefur umsjón með félagatali. Umsókn um aðild í félaginu skal senda til stjórnar Femínískra fjármála.

 

4.- gr.

Aðalfund skal halda árlega og skal boða til hans með að minnst viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félaga ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram

3. Ársreikningur félagsins lagður fram

4. Lagabreytingar

5. Kosning stjórnar

6. Kosning skoðunarfólk reikninga

7. Önnur mál

 

5.- gr.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félögum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að fimm í varastjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með ákvörðunar- og framkvæmdarvald milli aðalfunda. Fundir stjórnar skulu vera opnir félögum.

 

6.- gr.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til stjórnar a.m.k fimm daga fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

 

7.- gr.

 

8.- gr.

 

9.- gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Samtaka um Kvennaathvarfs.

 

Félagið tekur ekki félagsgjöld en ákvörðun um breytingu skal taka á aðalfundi. Félagið hyggst fjármagna starfsemi sína í gegnum frjáls framlög og styrki.

 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.