Femínísk fjármál er félag áhugafólks og sérfræðinga um kynjuð fjármál með þann tilgang að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.
Félagið var stofnað árið 2018 af nokkrum konum með reynslu af heimi femínískra fjármála og gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 2019. Félagið hefur einbeitt sér að því að veita stjórnvöldum aðhald þegar kemur að framkvæmd kynjaðrar fjárlagagerðar. Hefur því helsta vinna félagsins falist í því að skrifa umsagnir við fjármálaáætlanir, frumvörp til fjárlaga og einstök lagafrumvörp.
Einnig hefur félagið átt í samstarfi við önnur femínísk samtök bæði hérlendis og erlendis og sérfræðinga sem vinna að svipuðum markmiðum. Þar má nefna þátttöku félagsins á Kynþingi og Kvennafríi.
Félagið heldur reglulega stjórnarfundi sem eru opnir öllum meðlimum.
Stjórn sem kosin var á aðalfundi félagsins þann 27. nóvember 2023:
Aðalstjórn:
Auður Inga Rúnarsdóttir, Finnborg Salome Steinþórsdóttir, Sara Stef Hildardóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Steinunn Bragadóttir.
Varastjórn:
Sigríður Finnbogadóttir, Freyja Barkardóttir, Guðrún Svavarsdóttir og Steinunn Júlía Rögnvaldsdóttir.