Kynjuð fjármál er femínísk aðferðafræði sem beitt er við gerð fjárhagsáætlana með því að hafa kynja- og jafnréttis-sjónarmið til hliðsjónar við allt ferlið.
Kynja- og jafnréttissjónarmið eru fléttuð inn í alla ákvarðanatöku og ferli fjárlaga endurskipulagt þannig að það stuðli að jafnrétti.
Á Íslandi eru kynjuð fjármál iðkuð m.a. af Stjórnarráði Íslands og Reykjavíkurborg.
Tekju- og útgjaldadreifing hins opinbera hefur áhrif á okkur öll, en áhrifin geta verið ólík eftir stöðu okkar í samfélaginu.