Aðalfundur Femínískra fjármála

Félagið Femínísk Fjármál boðar til aðalfundar. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.

Fundurinn verður haldinn kl. 17:00 í VHV-227 í Veröld - Húsi Vigdísar, þriðjudaginn 18. október. Einnig er hægt að taka þátt á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/62782166432

Dagskrá er eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram
3. Ársreikningur félagsins lagðir fram
4. Lagabreytingar (þurfa að berast 5 dögum fyrir aðalfund)
5. Kosning stjórnar (tilnefningar í stjórn þurfa að berast fyrir upphaf fundar)
6. Umræða um verkefni félagsins á árinu og næstu verkefni
7. Önnur mál

Félagið er opið öllum þeim einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa samkvæmt markmiðum þess. Við hvetjum fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í starfinu til að senda okkur línu á feminiskfjarmal@feminiskfjarmal.is eða í gegnum Facebooksíðu félagsins en tilnefningar í stjórn þurfa að berast fyrir upphaf fundar. Stjórn félagsins svarar öllum spurningum um aðild og samþykktir í gegnum tölvupóst.

 

Öll vekomin!

Femínísk fjármál