Femínísk fjármál á Kynjaþingi!
Laugardaginn 13. nóvember fer Kynjaþing fram og munu Femínísk fjármál standa fyrir vinnustofu/umræðufundi sem byggir á aðferðafræði kynjaðra fjármála kl. 16:00.
Viðburðurinn ber heitið Hvert ber að stefna? Femínísk sjónarhorn á ríkisfjármálin. Við munum ræða um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á komandi kjörtímabili, næstu skref í átt að auknu jafnrétti og réttlæti með tilliti til ríkisfjármála og hvað það er sem við komum til með að þurfa standa vörð um.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kynjaþings og á Facebook viðburði félagsins.
Hvetjum áhugasamt fólk að mæta, og bendum einnig á fjölbreytta dagskrá Kynjaþings.
Sjáumst á Kynjaþingi!