Aðalfundur Femínískra fjármála

Félagið Femínísk fjármál boðar til aðalfundar. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.
Fundurinn verður haldinn rafrænt á Zoom, mánudaginn 17. maí kl. 20:00. Hlekk á fundinn má finna á Facebooksíðu félagsins.

Dagskrá er sem fylgir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram
3. Ársreikningar félagsins lagðir fram
4. Lagabreytingar (þurfa að berast 5 dögum fyrir aðalfund)
5. Kosning stjórnar (tilnefningar í stjórn þurfa að berast fyrir upphaf fundar)
6. Umræða um verkefni félagsins á árinu og næstu verkefni
7. Önnur mál


Félagið er opið öllum þeim einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa samkvæmt markmiðum þess. Hafir þú áhuga á að taka þátt í starfinu þá endilega sendu okkur línu á feminiskfjarmal@feminiskfjarmal.is eða í gegnum Facebooksíðu félagsins en tilnefningar í stjórn þurfa að berast fyrir upphaf fundar. Stjórn félagsins svarar öllum spurningum um aðild og samþykktir í gegnum tölvupóst.

Öll velkomin!

thumbnail_FF_fb_logo_nytt-03.png