Ný stjórn og ársskýrsla félagsins
Aðalfundur Femínískra fjármála var haldinn með rafrænum hætti í gærkvöld. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Í aðalstjórn hlutu kosningu þær Finnborg Salome Steinþórsdóttir, Sigríður Finnbogadóttir og Steinunn Bragadóttir. Í varastjórn voru kosnar þær Auður Lilja Erlingsdóttir, Freyja Barkardóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir. Fráfarandi stjórn lagði á fundinum fram ársskýrslu um starfsárið 2020, skýrsluna má lesa hér. Heimsfaraldur kórónuveirunnar setti mark sitt á starfsemi félagsins á liðnu ári, en helstu verkefni félagsins á árinu voru að vinna að greiningu á aðgerðum stjórnvalda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og vekja athygli á þeim kynja- og jafnréttisáhrifum sem aðgerðirnar hafa.
Stjórn félagsins hlakkar til að vinna áfram að því að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.