Bókaklúbbur um bókina Ósýnilegar konur

Femínísk fjármál ásamt Sölka útgáfu kynna bókakvöld: Ósýnilegar konur.

Í tilefni nýútgefinnar þýðingar Sæunnar Gísladóttur á bók Caroline Criado Perez, Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men bjóðum við til umræðukvölds í bókabúð Sölku við Hverfisgötu 89-93 þann 27. október klukkan 20:00.

Við munum sérstaklega einblína á kafla 12 og 13 í bókinni sem snúa að ríkisfjármálum og ólaunaðri vinnubyrgði kvenna. Við hvetjum þátttakendur til að lesa annan hvorn eða báða kafla í aðdraganda kvöldsins, en bókin fæst á sérstöku tilboði fyrir þátttakendur í bókabúð Sölku.

Öll velkomin, en vegna takmarkaðra plássa er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á osynilegarkonur@gmail.com. Hlökkum til að sjá ykkur!

Um Ósýnilegar konur: Í Ósýnilegum konum rannsakar Caroline Criado Perez sláandi rætur kynjamismununar og skoðar líf kvenna á heimilinu, á vinnustaðnum, á opinberum vettvangi, í heilbrigðiskerfinu og á fleiri stöðum daglegs lífs. Bókin byggir á hundruðum rannsókna víðsvegar um heiminn og er skrifuð á kraftmikinn og hnyttinn hátt með vænum hliðarskammti af leiftrandi greind. Ósýnilegar konur markar tímamót og er ógleymanleg afhjúpun sem mun breyta því hvernig við horfum á heiminn.

Femínísk fjármál