Baráttukveðjur á 8. mars
Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir friði og jafnrétti!
Femínísk fjármál hafa undanfarið staðið fyrir vitundarvakningu í tengslum við greiningu félagsins á efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Í upphafi vitundarvakningarinnar var umfjöllun í Fréttablaðinu og á Morgunvakt Rásar 1. Félagið birti upplýsingaefni vitundarvakningarinnar á samfélagsmiðlum frá 25. feb. til 5. mars. Þá birtust þrjár greinar eftir meðlimi félagsins í Stundinni, Flóru og Kjarnanum. Forsætisráðherra brást við greiningunni í viðtali við Fréttablaðið. Vitundavakningunni var vel tekið og við hlökkum til að deila meiru um femínisma, fjármál og forgangsröðun með fjölda nýrra fylgjenda á samfélagsmiðlum.
Við þökkum góðar undirtektir og bendum á að greininguna má kynna sér á heimasíðunni. Enn er margt að vinna til að jafnrétti náist í raun. Við höldum áfram okkar femíníska fjármálapönki og hvetjum ykkur öll til að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti!